Peter Walton, forseti og stofnandi IAGTO og Giles Greenwood, einn starfsmanna hans komu til Íslands í sumar og léku golf á mörgum golfvöllum hér á landi. Tilefnið var að taka út Ísland sem golferðastað og það að Golf Iceland samtökin hafa ákveðið að ganga í IAGTO samtökin en þau ráða yfir 80% af sölu allra golfferða í heiminum. Aðilar í IAGTO eru 312 í 46 löndum. Golfvöllurinn í Vestmannaeyjum fær hæstu einkunn golfvalla á Íslandi og er „must visit“ samkvæmt stöðlum IAGTO.