Kvennalið ÍBV tekur á móti Haukum í 8. umferð N1 deildar kvenna í kvöld, miðvikudag í Eyjum. Leikur liðanna hefst klukkan 18:00 en stelpurnar unnu útisigur á HK á laugardaginn. Á árum áður börðust þessi tvö lið um titlana í íslenska handboltanum en nú er tíðin önnur. ÍBV er reyndar í þriðja sæti deildarinnar með 11 stig eftir sjö leiki en Haukar eru í áttunda sæti, með aðeins fjögur stig.