Jóhanna Hermansen heldur málverkasýningu í Tónlistarskóla Vestmannaeyja goslokahelgina, fyrsta til þriðja júlí. Jóhanna sem búsett er í Reykjavík er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún er dóttir Guðna A. Hermansen og Sigríðar J. Kristinsdóttur, en eins og flestum Eyjamönnum er kunnugt var Guðni, sem lést langt um aldur fram einn af fremstu listamönnum Eyjanna. Jóhanna ólst upp við listhneigð föður síns og fylgdist iðulega með honum munda pensilinn. Hún hefur stundað málun í nokkur ár og verið í námi í olíumálun í Myndlistaskóla Kópavogs. Hún hefur tekið þátt í þremur samsýningum. �?essi sýning, sem hún kallar Innsýn er fyrsta einkasýning hennar og spannar feril hennar í myndlistaskólanum.