Andrés Sigmundsson ætlar ekki að sitja auðum höndum goslokahelgina. Hann opnar málverkasýningu á morgun, fimmtudaginn kl: 17.00. í Gallery Papacross Heiðarvegi sjö sem verður opin alla helgina.
Svo leiðir hann sögugöngu um miðbæinn á laugardag. Lagt verður af stað í gönguna frá Galleríinu kl: 11.00. Andrés hefur verið afkastamikill og segir að Galleríið sé fullt og við það að springa. �??Í myndlistinni er ég á einhverju ferðalagi sem ég átta mig satt að segja ekki á. Í nýjustu myndunum er ég staddur í rigningunni niður á bryggju eða á þjóðhátíð, það er bara svona. Speglunin er svo mögnuð.�??
�??Við leggjum af stað í sögugöngu laugardagsmorgunn kl: 11.00 frá Galleríinu. Fræðandi, skemmtilegt og tekur ekki mjög langan tíma. �?g mun reyna að hafa það þannig. Gengið verður austur Strandveg, Miðstæti nálægt hraunkantinum, Bárustíg, Vesturveg, Heiðarveg að Galleríinu. Stoppað verður á nokkrum stöðum og sagt frá. Áætlaður tími er ein og hálf klukkustund.�??
�??Samfélagið hér í Eyjum er að fara í gegnum gríðalegar breytingar. Atvinnuhættir eru má segja að stokkast upp. Við sjáum í göngunni hvernig bærinn byggðist. Húsin, mannlífið og breytingarnar. Sögur af fólki í gleði og sorg. Eithvað grín fylgir með. �?að koma allskonar spörvar við sögu. Já já, konur og karlar, prestar og skáld, Jóna í Drífanda, �?li hóla, Gölli Valda, Lautarpeyjar o.fl. o.fl.�??