Í gær fór fram hina árlega gosmessa í Bústaðakirkju í Reykjavík. Tilgangur messunnar var að minnast eldgossins á Heimaey sem hófst 23. janúar, 1973. Messan var vel sótt og var svo boðið upp á sérstakt goskaffi á vegum ÁTVR að messu lokinni. Þema messunnar var uppbygging og upplifun fólks eftir eldgosið á Heimaey.
Viðburðurinn var vel sóttur, en Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja var meðal gesta og flutti hún nokkur vel valin orð í tenglum við gosið. Aðrir gestir tóku einnig þátt í að deila sögum sínum og hugleiðingum frá þessum tímamótum.
Gosmessa og goskaffi er orðin föst hefð sem gefur fólki tækifæri til að koma saman, rifja upp sögu Eyjanna og heiðra minningar þeirra sem upplifðu gosið
Myndir: Óskar Pétur Friðriksson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst