Verslunin Salka flutti á dögunum í glæsilegt húsnæði að Vesturvegi 10. Svava Tara Ólafsdóttir eigandi verslunarinnar er alsæl með nýju verslunina og má hún svo sannarlega vera það en endurbætur á húsnæðinu tókust virkilega vel.
Svava Tara sagði í samtali við Eyjafréttir að það hefðu þrjár meginástæður fyrir því að hún ákvað að færa sig um set. ,, Aðgengi var ábótavant, mér sárvantaði annan mátunarklefa og við það að taka við umboðssölu á 66°N vantaði einnig meira pláss og stærra lagerrými.” Í húsnæðinu var áður fasteignasala og lögmannsstofa og þurfti því að ráðast ákveðnar framkvæmdir, til að mynda að græja mátunarklefa.
,,Framkvæmdirnar gengu vel, þökk sé ómetanlegum vinum og fjölskyldu sem hjálpuðu mikið til. Það var í rauninni ekki mikið sem þurfti að gera. Mesta vinnan fór í smíða mátunarklefa og mála önnur verk voru nokkuð fljót gerð. Það var einnig mjög þægilegt að flytja svona stutt frá Bárustígnum með vörur og annað,” sagði Svava Tara en aðspurð sagði hún að það hafi ekki mikið komið sér á óvart í framkvæmdunum. ,,Nei í rauninni ekki. Kom mér reyndar á óvart að hafa náð að opna á þeim tíma sem að ég sagðist ætla opna,” sagði Svava Tara og hló en bætti jafnframt við að það væri aldrei að vita hvort frekari breytingar væru væntanlegar. ,,Það er svolítið svoleiðis að þegar ég fæ einhverjar hugmyndir þá er Dagur sendur í að framkvæma þær”
Ánægð á nýja staðnum
Hvernig líkar þér á nýjum stað? ,,Ég held að ég gæti ekki verið ánægðari. Það er betra flæði í versluninni, meira pláss, bjartara og meira um bílastæði. Það er auðvitað mjög gott að byrja með tómt rými og geta sett það upp nákvæmlega eftir sínu höfði. Ég tók við mjög góðu búi frá Berthu á sínum tíma og fann þá hvernig ég vildi hanna mína eigin búð,” sagði Svava Tara en viðtökurnar hafa verið mjög góðar síðan hún opnaði í byrjun nóvember. ,,Við erum búin að fá mjög góðar viðtökur og mikið hrós. Margir búnir að koma til þess að skoða og óska okkur til hamingju, sem gleður mig mikið.”
Eitthvað fyrir alla
Þegar blaðamaður leit við í versluninni var fjölbreytt úrval af vöru fyrir allan aldur en Svava Tara segir það markmiðið að þrjár kynslóðir geti komið saman í Sölku og allir fundið sér eitthvað. ,,Ég er með fatnað á öll kyn og fyrir allan aldur. Við erum með um 27 vörumerki, flest öll dönsk en tvö íslensk Feldur og 66°N.
Við bjóðum upp á vörumerki sem eru ódýr en þar má nefna Solid og Sisters Point og svo erum við með dýrari merki sem eru til dæmis Matinique og Rosemunde. Við viljum að það komi þrjár kynslóðir inn í búðina og geti allar fundið sér eitthvað sem þeim líkar við. Vöruúrvalið er því hversdagsfatnaður, sparifatnaður og svo einnig útivistarfatnaður frá 66°N,” sagði Svava Tara og vildi að lokum þakka öllum þeim sem hafa lagt leið sína í nýja verslun Sölku.
,,Ég vil þakka fyrir viðtökurnar á nýju búðinni minni. Mig langar einnig að minna sjálfan mig og aðra á hvað við höfum það óendanlega gott með mikið úrval af verslunum, veitingarstöðum og annarri þjónustu á eyjunni. Með því vil ég hvetja fólk til þess að versla í heimabyggð. Sjáumst á Vesturvegi 10!”




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.