Hinn árlegi stjörnuleikur í handbolta fór fram nú fyrr í kvöld þegar gráa og fjólubláa liðið keppti til leiks. Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla hér í Eyjum, en leikurinn fór fram í íþróttahúsinu fyrir fullum sal og ríkti mikil gleði á meðal áhorfenda og leikmanna. Dómgæslu sáu Sindri Ólafsson og Bergvin Haraldsson um af fagmennsku.
Leikurinn var æsispennandi og endaði í jafntefli, 15-15. Bæði lið áttu frábæran leik og var stemningin í húsinu einstök. Allir þátttakendur fengu medalíu og bikar að lokum. Leikurinn er orðin ómissandi hluti af jólunum en tilgangur leiksins er ekki einungis að koma saman og hvetja keppendur og eiga góða stund heldur einnig til þess að styðja við góð málefni, en allur ágóði af leiknum rennur til Landakirkju Vestmannaeyja.
Ljósmyndari: Óskar Pétur Friðriksson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst