Á fundi bæjarráðs í síðustu viku var tekið fyrir minnisblað frá Eimskip þar sem lagt er til að gerðar verði breytingar á sölureglum sem gilda vegna fargjalda með Herjólfi. Í minnisblaðinu er gert ráð fyrir að allir sem panta far, kojur og bílapláss greiði við pöntun. Einnig er gert ráð fyrir að miðar séu ekki endurkræfir síðustu tvo sólarhringa fyrir brottför en hingað til hefur verið nóg að staðfesta pöntun fyrir hádegi degi fyrir brottför.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst