Fróðlegt hefur verið að fylgjast með landsmálaumræðunni undanfarið. Af eðlilegum ástæðum snýst hún öðrum þræði um það hvernig happadrýgst verður að koma okkur Íslendingum út úr þeim efnahagsþrengingum sem okkur hefur verið komið í. Ég segi komið í vegna þess að stefna ríkisstjórna liðinna ára leiddi beinlínis af sér þá efnahagskreppu sem bítur nú svo mjög íslenskan almenning.