�?að fer enginn í gegnum lífið áfallalaust, öll lendum við í erfiðleikum en þó vissulega mismiklum. Aðalatriðið virðist þó vera hvernig og með hvaða hugarfari maður tekst á við áfallið, hvort biturð og reiði verði leiðandi stef í lífinu eða á hinn bóginn æðruleysi og þakklæti. En eins augljóst og það er að síðarnefnda leiðin er sú rétta þá getur hún reynst þrautinni þyngri í framkvæmd. Hinn 42 ára Jón Gísli Benónýsson hefur fengið sinn skerf af áföllum í lífinu en aðeins 28 ára gamall greindist hann með krabbamein sem átti eftir að hafa mikil áhrif á líf hans. Skömmu áður hafði hann einnig misst foreldra sína og tekið að sér að ala upp tvo yngri bræður sína, en fyrir átti hann konu og tvö börn.
Viðtalið í heild má nálgast í nýjasta tölublaði Eyjafrétta og í
vefútgáfu blaðsins.