Eyjamenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur á Fjölni í kvöld í öðrum af tveimur fallbaráttuleikjum umferðarinnar. Lokatölur urðu 3:1 fyrir ÍBV en Fjölnismenn voru skiljanlega vonsviknir í leikslok enda voru þeir mun sterkari í síðari hálfleik. Í hinum fallslagnum vann Grindavík stórsigur á Þrótti á útivelli 1:5 og því sitja Fjölnir og Þróttur í fallsætunum, fimm og sex stigum á eftir ÍBV.