Grímur aðstoðar Erling
4. september, 2021

Grímur Hergeirsson hefur samið við handknattleiksdeild ÍBV og mun hann þjálfa meistaraflokk karla í vetur með Erlingi Richardssyni.

Grímur er þjálfari sem eflaust margir kannast við, en hann er sömuleiðis lögreglustjóri hérna í Vestmannaeyjum.

Grímur lék handknattleik á sínum yngri árum með Selfossi og Elverum í Noregi. Í heimabænum hefur hann mikið verið í þjálfun en hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla frá 2015-2019 og varð Íslandsmeistari með liðið 2019.

Veturinn eftir tók Grímur við sem aðalþjálfari meistaraflokks í heimabænum og stýrði liðinu veturinn 2019-20. Hann var þessu til viðbótar þjálfari kvennaliðs Selfoss síðari hluta tímabils 2016-17 og hefur komið að yngri flokka þjálfun í gegnum tíðina.

“Við hjá ÍBV erum afar ánægð með að fá þjálfara inn í teymi liðsins með eins mikla og góða reynslu og teljum við Grím frábæra viðbót í hópinn fyrir komandi átök í Olís deildinni í vetur,” segir í tilkynningu frá ÍBV

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst