Hvert orð, hver setning, hvert tilefni er notað til að afvegaleiða umræðuna, slíta úr samhengi og kasta skít að Ingibjörgu Sólrúnu formanni Samfylkingarinnar.
Grímur grímulausi.
En hvert er tilefni að hinni grímulausu árás Gríms á ISG á Suðurland.is? Jú Ingibjörg kom á fund í Vestmannaeyjum og lagði gott til mála Eyjabyggðarinnar m.a. að hún teldi að skoða ætti aðkomu rikisvaldsins að endurreisn skipalyftunnar í Eyjum.
Með dæmalausum útúrsnúningum og rökleysu fann Grímur það út úr orðum Ingibjargar Sólrúnar að hún vildi sniðganga reglur og samninga þegar hún talaði um að styðja við abkið á Skipalyftunni. �?g verð bara að segja við þig Grímur �?er ekki í lagi heima hjá þér�? , ertu á móti endurreisn skipalyftunnar eða hvað er það sem er að angra þig?
Dýr ráð og brotin lög.
�?g hef reyndar velt því fyrir mér hvort ástæða þessara rætnu skrifa Gíms sé að hann telji að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að hafa einkarétt á að finna úrræði fyrir Vestmannaeyinga.
Ef Grímur er þessarar skoðunar tel ég að það yrði Vestmannaeyingum afar dýrt ef það einkaleyfi fengist og vísa ég þá t.d. í sára reynslu af ævintýrinu um Íslensk matvæli sem að var einmitt heillaráð Sjálfstæðismanna til bjargar atvinnulífi Eyjanna.
Voru þar brotin Evrópulög eða einhver önnur lög??? Spyr sá sem ekki veit.
Höfundur:
Viðar Steinarsson ættaður úr Vestmannaeyjum en bý á Kaldbak á Rangárvöllum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst