Grótta sigraði ÍBV í framlengingu 24-22, eftir frábæran oddaleik. ÍBV byrjaði leikinn af krafti og komst í 4-1, Grótta tók þá leikhlé og náðu að laga leik sinn og fram undan var jafn og spennandi leikur. Fyrri hálfleikur var mjög kaflaskiptur og bæði lið voru að spila vel en Grótta leiddi í hálfleik 11-9.
Grótta byrjaði síðari hálfleikinn betur og náði mest þriggja marka forystu 13-10. ÍBV náði fljótlega að jafna leikinn í 13-13 og skiptust liðin á að leiða en markmenn liðanna beggja voru að spila virkilega vel og �?löf Kolbrún Ragnarsdóttir, markmaður ÍBV varði 20 skot. Lokakaflinn var æsispennandi þar sem ÍBV hefði getað tryggt sér sigur en staðan var 18-19 fyrir ÍBV og þær voru manni fleiri og voru í sókn, þær fengu dæmda á sig leiktöf og Grótta brunaði upp og Laufey Ásta Guðmundsdóttir sem átti stórleik í liði Gróttu jafnaði leikinn og framlenging niðurstaðan.
Fyrri hluti framlengingar var nokkuð jafn en Grótta var sterkari aðilinn í þeirri síðari og vann að lokum tveggja marka sigur 24-22.
Stelpurnar áttu mjög gott tímabil og geta verið virkilega sáttar en þær tóku þátt í deildarbikarkeppninni milli jóla og nýárs, komust í undanúrslit í Coca-Cola bikarkeppninni sem og í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Ester �?skarsdóttir 7, Telma Silva Amado 5, Vera Lopes 4, Díana Dögg Magnúsdóttir 3, Drífa �?orvaldsdóttir 2 og Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1
Nánar verður fjallað um leikinn í næsta tölublaði Eyjafrétta