�?riðji leikur Gróttu og ÍBV fer fram í kvöld klukkan 19:30 í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Einvígið hefur verið frábær skemmtun hingað til og er staðan jöfn 1-1. Liðin mættust síðasta fimmtudag þar sem Grótta hafði betur á heimavelli 27-16 en ÍBV jafnaði einvígið síðastliðin laugardag þegar þær sigruðu Gróttu 30-29.
Grótta eru ríkjandi deildarmeistarar en þær sigruðu Olísdeildinna í ár á meðan ÍBV hafnaði í 4. sæti.
Búast má við hörku leik í kvöld en mikið er undir, farseðilinn í úrslitaleikinn en til þess að komast þangað þurfa liðin að sigra þrjá leiki.