Guðbjörg M. Matthíasdóttir, aðaleigandi Ísfélagsins í Vestmannaeyjum er í fjórða sæti yfir þá einstaklinga sem greiddi hæstu opinberu gjöldin 2010. Alls greiddi Guðbjörg 98,2 milljónir króna í opinber gjöld en Guðbjörg var í efsta sæti fyrir árið 2009 en þá greiddi hún 343 milljónir króna. Efstur á listanum nú er Þorsteinn Hjaltested í Kópavogi en hann greiddi alls 162 milljónir króna.