Guðmundur A. Birgisson, Núpi Ölfusi, greiðir hæstu opinberu gjöldin í umdæmi skattstjórans í Suðurlandsumdæmi, samkvæmt álagningarskrá sem lögð var fram í morgun. Greiðir Guðmundur rúmar 65,7 milljónir króna. Friðrik Guðmundsson, Þorlákshöfn greiðir 58 milljónir króna og Sveinn Samúel Steinarsson, Ölfusi, greiðir 49,2 milljónir króna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst