Guðmundur Kristjánsson eigandi Brims, útgerðarfélags er orðinn stærsti eigandinn í Vinnslustöðinni hf. eftir að hafa keypt 4,2% hlut í fyrirtækinu af Horni, dótturfélagi Landsbankans. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu sem kom út í vikunni. Er Guðmundur kominn með 32% hlut í Vinnslustöðinni. Fram kom að þessi hlutur Landsbankans var ekki auglýstur opinberlega til sölu.