Guðmundur Þórarinsson miðjumaður ÍBV heldur til Noregs á morgun en þar fer hann á reynslu hjá Sarpsborg 08. Liðið leikur í næst efstu deild en þar leikur markvörðurinn, Haraldur Björnsson. Guðmundur var frábær í sumar með ÍBV og var einn besti miðjumaður Pepsi deildarinnar.