Á fundi með Mariann Fischer Boel, framkvæmdastjóra ESB um landbúnaðar- og byggðamál, var rætt um nýgerðan samning milli Íslands og ESB um gagnkvæman markaðsaðgang fyrir landbúnaðarvörur en samningurinn er liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs.
Á fundi landbúnaðarráðherra með Markos Kyprianou, framkvæmdastjóra ESB um heilbrigðismál og neytendavernd, gagnrýndi Guðni bann ESB við notkun á fiskimjöli í fóður jórturdýra og sagði það ekki hafa neinar vísindalegar forsendur. Fór hann þess á leit að sambandið endurskoðaði afstöðu sína í þeim efnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst