Fyrsti leikur ÍBV og Fram í undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís-deildinni fór fram á þriðjudag en þá töpuðu Eyjakonur með fimm marka mun. Næsti leikur liðanna fer fram í Eyjum í dag en þrjá sigra þarf til að komast í úrslitin. Guðný Jenný Ásmundsdóttir er fyrirliði ÍBV og er hún Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Guðný Jenny Ásmundsdóttir.
Fæðingardagur: 28. Febrúar 1982.
Fæðingarstaður: Ísafjörður.
Fjölskylda: Eiginmaður: Nanoq Bisgaard, börn; Henry Sebastian, Ronja Victoria og Naja Margrét.
Uppáhalds vefsíða: mbl og visir
Aðaláhugamál: Handbolti
Uppáhalds app: Snapchat
Mottó í lífinu: �?að gerist ekkert af sjálfu sér.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Abraham Lincoln.
Hvaða bók lastu síðast: Vígroði eftir Vilborgu Davíðsdóttur.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Uppáhalds íþróttafelagið er ÍBV, íþróttamaður/kona; pass.
Ertu hjátrúarfull: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já ég myndi segja það.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Friends.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Góð tónlist, en helst þá gott rokk.
Hvernig er staðan á liðinu: Bara ágæt.
Ekki góð reynsla gegn Fram, hvernig leggst einvígið í þig: �?etta er bara hörku einvígi sem að við eigum fullan sjéns í.
Eitthvað að lokum: Verum góð við hvort annað og njótum lífsins.