Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og á Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir fram til 31 des. kl. 10:00.
Í viðvörunarorðum segir: Austan 15-20 m/s undir Eyjafjöllum og snjókoma og skafrenningur með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Hægari vindur annars staðar á svæðinu og úrkomuminna, en líkur allhvössum vindi og hríð á Hellisheiði í nótt og fyrramálið.
Á miðvikudag (nýársdagur):
Norðvestlæg eða breytileg átt 5-13 m/s og bjart að mestu, en stöku él norðaustantil. Frost 4 til 18 stig, kaldast inn til landsins. Þykknar upp vestanlands undir kvöld.
Á fimmtudag:
Norðvestan 8-13 og víða él, en yfirleitt þurrt suðaustantil. Hægari seinnipartinn. Frost 0 til 10 stig, kaldast austanlands.
Á föstudag:
Breytileg átt 3-10 og él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti breytist lítið.
Á laugardag:
Snýst í norðlæga átt með lítilsháttar éljum, en léttir til sunnan heiða. Herðir á frosti.
Á sunnudag:
Köld norðanátt og él, en úrkomulítið sunnantil.
Spá gerð: 30.12.2024 08:33. Gildir til: 06.01.2025 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst