Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir allt landið frá klukkan 17.00 á mánudag, 3. júní. Er hún í gildi til miðvikudagsins 5 júní kl. 23:59.
Spár gera ráð fyrir að djúp lægð taki sér stöðu fyrir austan land síðdegis á mánudag. Undir kvöld á mánudag má búast við norðan og norðvestan hvassviðri eða stormi (meðalvindur 15-23 m/s) víða um land, þó er útlit fyrir heldur hægari vind á vestasta hluta landsins. Með kaldri norðanáttinni fylgir talsverð úrkoma á Norður- og Austurlandi. Lengst af rigning eða slydda nærri sjávarmáli, en snjókoma inn til landsins. Óvissa er varðandi hæð snjólínunnar, líkur eru á að hæðin verði breytileg innan viðvörunartímabilsins og ekki er útlilokað að um tíma snjói langleiðina niður að sjávarmáli.
Líkur eru á því að veðrið verði langvarandi og margar spár sýna að því sloti ekki fyrr en á föstudag. Ef spár rætast, er um að ræða óveður sem er mjög óvenjulegt á þessum árstíma, bæði hvað varðar vindstyrk og einnig lágt hitastig samfara talsverðri úrkomu. Huga þarf að lausamunum sem geta fokið. Ferðalög geta verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Snjóþekja getur sest á vegi á Norður- og Austurlandi, einkum fjallvegi. Huga þarf að því að koma búfénaði í skjól. Útivistarfólki er bent á að fara yfir áætlanir sínar með tilliti til kulda og vosbúðar sem óveðrinu fylgir.
Spár gera ráð fyrir að djúp lægð taki sér stöðu fyrir austan land síðdegis á mánudag. Undir kvöld á mánudag má búast við norðan og norðvestan hvassviðri eða stormi (meðalvindur 15-23 m/s) víða um land, þó er útlit fyrir heldur hægari vind á vestasta hluta landsins. Með kaldri norðanáttinni fylgir talsverð úrkoma á Norður- og Austurlandi. Lengst af rigning eða slydda nærri sjávarmáli, en snjókoma inn til landsins. Óvissa er varðandi hæð snjólínunnar, líkur eru á að hæðin verði breytileg innan viðvörunartímabilsins og ekki er útlilokað að um tíma snjói langleiðina niður að sjávarmáli.
Líkur eru á því að veðrið verði langvarandi og margar spár sýna að því sloti ekki fyrr en á föstudag. Ef spár rætast, er um að ræða óveður sem er mjög óvenjulegt á þessum árstíma, bæði hvað varðar vindstyrk og einnig lágt hitastig samfara talsverðri úrkomu. Huga þarf að lausamunum sem geta fokið. Ferðalög geta verið varasöm, sérílagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Snjóþekja getur sest á vegi á Norður- og Austurlandi, einkum fjallvegi. Huga þarf að því að koma búfénaði í skjól. Útivistarfólki er bent á að fara yfir áætlanir sínar með tilliti til kulda og vosbúðar sem óveðrinu fylgir.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst