Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirfarandi landshlutum á morgun, aðfangadag jóla: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra.
Viðvörunin fyrir Suðurland tekur gildi 24 des. kl. 20:00 og gildir fram til 26 des. kl. 01:00. Í viðvörunarorðum segir: Suðvestan 15-25 m/s og dimm él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, hvassast í éljahryðjum. Varasamt ferðaveður.
Á miðvikudag (jóladagur):
Suðvestan 15-23 m/s með dimmum éljum, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 6 stig.
Á fimmtudag (annar í jólum):
Suðvestan og sunnan 10-18 og snjókoma eða slydda með köflum, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti um og undir frostmarki.
Á föstudag:
Suðvestan 8-15 og él, en úrkomulítið norðaustantil. Kólnar í veðri.
Á laugardag og sunnudag:
Norðlæg eða breytileg átt og víða líkur á éljum. Frost 3 til 12 stig.
Spá gerð: 23.12.2024 08:49. Gildir til: 30.12.2024 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst