Gunnar Geir klúbbmeistari GV
14. júlí, 2007

Gunnar Geir Gústafsson tryggði sér í dag sigurinn í Meistaramóti Golfklúbbs Vestmannaeyja sem lauk í dag. Gunnar Geir lék afar vel keppnisdagana fjóra og endaði á einu höggi undir pari vallarins, sem er frábær árangur. Örlygur Helgi Grímsson, klúbbmeistari GV sótti hart að Gunnari á síðasta deginum en Gunnar hafði að lokum betur og Örlygur endaði á einu höggi yfir pari eða tveimur höggum á eftir Gunnari. Í þriðja sæti varð svo Karl Haraldsson.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst