Framherjinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eitt mark fyrir norska úrvalsdeildarliðið Vålerenga þegar liðið lagði Moss, 4-2, í æfingaleik á La Manga í dag. Gunnar Heiðar spilaði allan leikinn og var ógnandi í sókninni. Með smá heppni hefði hann getað skorað fleiri mörk en lét sér nægja að skora úr vítaspyrnu á 50. mínútu leiksins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst