Golfmót Sparisjóðs Vestmannaeyja og VÍS fór fram um sl. helgi. Þrátt fyrir nokkurn vind og að mikið væri um að vera á bryggjunni, mættu um 40 manns í mótið. Veglegir vinningar voru í boði fyrir sigurvegara í höggleik og í punktakeppni. Þá voru nándarverðlaun og einnig fengu allir teiggjöf um leið og þeir hófu leik. Í höggleiknum var það Gunnar Geir Gústafsson sem sigraði, en hann lék á 75 höggum í öðru og þriðja sæti voru síðann Hlynur Stefánsson og Haraldur Júlíusson báðir á 81 höggi.