Spurningaþátturinn vinsæli Útsvar hefst að nýju næstkomandi föstudag, 17. september en þátturinn er í beinni útsendingu á Ríkissjónvarpinu. Búið er að skipa lið Vestmannaeyja en það skipa þau Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum, Helga Tryggvadóttir, námsráðgjafi og Ágúst Örn Gíslason, sem gerðist svo frægur að vera í liði FÍV sem náði alla leið í sjónvarpshluta Gettu betur á miðjum tíunda áratugi síðustu aldar.