Sjö ungmenni frá Golfklúbbi Vestmannaeyjum tóku þátt í fyrsta móti unglingamótaraðar GSÍ á dögunum. Leikið var bæði hjá Golfklúbbi Grindavíkur og í Leirunni hjá Golfklúbbi Suðurnesja í mismunandi flokkum. GV krakkarnir stóðu sig mjög vel og komust þrjú þeirra á verðlaunapall. Rúnar Gauti Gunnarsson gerði sér lítið fyrir og sigraði sinn flokk á Áskorendamótaröðinni en hann lék á 89 höggum í Grindavík. Andri Kristinsson fékk silfurverðlaun í sínum flokki og Amelía Dís Einarsdóttir hafnaði í þrjðja sæti í flokki stúlkna. Á Íslandsbankamótaröðinni í Leirunni lék Lárus Garðar Long frábært golf og var hann í toppbaráttunni. Lárus lék frábæran seinni hring en hann kom inn á 73 höggum á hvítum teigum í Leirunni. �?essi mót voru þau fyrstu af sex mótum sumarsins og von er á góðri þátttöku krakkanna úr Vestmannaeyjum í sumar. Næsta mót á Íslandsbankamótaröðinni er Íslandmótið í holukeppni sem fram fer í �?orlákshöfn en á Áskorendamótaröðinni verður leikið hjá Setbergsklúbbnum í Hafnarfirði. �?að verður gaman að fylgjast með okkar ungu og efnilegu kylfingum á mótaröðum sumarsins.
Á myndunum má sjá verðlaunahafana á Áskorendamótaröðinni og svo er ein mynd af þátttakendunum á Íslandsbankamótaröðinni.