Á fréttavefnum Vísi.is er nú að finna umfjöllun um stúkumál Eyjamanna en eins og kom fram í Fréttum og Eyjafréttum.is í síðustu viku, þá stefnir allt í að ÍBV spili ekki Evrópuleiki sína næsta sumar í Eyjum. En það sem verra er, ÍBV fær væntanlega ekki leyfi til að spila í Íslandsmótinu sumarið 2012 á Hásteinsvelli, nema ný stúka með þaki rísi. Hugsanlega dugi að reisa 350 manna yfirbyggða stúku með fjölmiðlaaðstöðu. Ómar Smárason leyfis- og markaðsstjóri KSÍ sagði í samtali við Fréttir að Eyjamenn hefðu haft átta ár til að gera viðeigandi breytingar.