Hafnareyri – snyrtilegasta fyrirtæki Vestmannaeyja!

Trausti Hjaltason, framkvæmdastjóri Hafnareyrar, tók í dag við viðurkenningu Rótarýklúbbs Vestmannaeyja og Vestmannaeyjabæjar í tilefni af því að Hafnareyri hlaut heiðurstitilinn snyrtilegasta fyrirtækið í Vestmannaeyjum.

Trausti sagði af því tilefni við athöfnina:

,,Starfsmenn fyrirtækisins eiga heiður skilin fyrir elju við að hafa snyrtilegt í kringum sig. Þetta er okkur svo sannarlega hvatning í að halda því áfram og gera betur. Það er ánægjulegt fyrir okkur að fá svona viðurkenningu og vil ég þakka Vestmannaeyjabæ og Rótarýklúbbnum fyrir að standa að þessum árlega viðburði.”

Hjartanlega til hamingju, Hafnareyrarfólk!

Til gamans má svo geta þess að Vinnslustöðin er tengd fleiri verðlaunahöfum í dag:

  • Snyrtilegasta fasteignin: Nýjabæjarbraut 1, eigendur Hafdís Hannesdóttir, launafulltrúi VSV og Jóhann Þór Jóhannsson háseti á Breka VE.
  • Sérstök umhverfisviðurkenning: Hildur Jóhannsdóttir, útflutningsdeild VSV Seafood.

Hamingjuóskir á línuna!

Af heimasíðu Vinnslustöðvarinnar – vsv.is

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.