Hafnargerðin í Bakkafjöru gengur vel og er á undanáætlun. Í sumar var unnið við hafnargerðina allan sólarhringinn með 110 starfsmönnum. Nú er hinsvegar unnið á dagvöktum með milli 40 og 50 starfsmönnum. Garðarnir sjálfir eru nánast komnir í fulla lengd, en hausarnir er eftir. Alls var tilboð Suðurverks, sem byggir hafnargarðana, uppá 1868 milljónir króna en verðbætur munu hinsvegar hækka upphæðina nokkuð.