Í nótt fór fram lokaleikur í riðlakeppninni á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi þar sem Ísland og Venesúela mættust. Ísland sigraði með 28 marka mun og átti lið Venesúela aldrei séns. Ísland sigraði því B riðilinn með fullt hús stiga. Okkar fulltrúar stóðu sig virkilega vel í leiknum og skoruðu samtals nítján mörk, Hákon Daði setti ellefu mörk og Nökkvi Dan var með átta. Næsti leikur liðsins er í 16- liða úrslitum á sunnudaginn klukkan 8:30, en er ekki ljóst hverjir mótherjarnir verða þar sem Pólland og Suður Kórea hafa ekki enn lokið leik sínum en Ísland mætir liðinu sem tapar þeim leik.
Í gær var frídagur hjá strákunum og nýttu þeir tíman og skoðuðu sig um í Rússlandi, þeir fóru meðal annars að mörkum Evrópu og Asíu. Á myndinni sem fylgir fréttinni eru Nökkvi Dan og Hákon á mörkunum, Nökkvi Dan er í Asíu en Hákon Daði í Evrópu