�?g þakka Birgi Davíð kærlega fyrir áskorunina og ætla að bjóða ykkur upp á geggjaða Tortellini tómatsúpu.
Tortellini tómatsúpa
Fyrir 4
3 msk pressuð hvítlauksrif
1 msk olía
1 l tómatsafi
250 ml kjúklingasoð (fæst í 1 líters fernum í flestum matvöruverslunum annars bara nota vatn og 1-2 kjúklingateninga)
400 gr dós með niðurskornum (diced) tómötum
250 ml rjómi
2 1/2 msk þurrkuð basilíka (stundum nota ég ferska, þá um 25 gr)
60 gr smjör
250 gr tortellini með ostafyllingu.
1. Steikið hvítlaukinn upp úr olíunni þar til hann hefur brúnast lítillega en passið að hann brenni ekki.
2. Blandið tómatsafa, kjúklingakrafti og tómötunum saman við. Hitið að suðu og leyfið þessu að malla í 15-20 mínútur.
3.Bætið þá basilíku og tortellini saman við og sjóðið í 5-8 mínútur.
4. Bætið smjöri og rjóma hægt úti og hrærið stöðugt yfir lágum hita þar til súpan er orðin heit en látið hana alls ekki sjóða.
5. Setjið súpuna í skálar, rífið parmesan yfir og berið fram með góðu salati og/eða brauði.
�?g skora á sambýlismann minn Kristgeir Orra sem næsta
matgæðing.