Kæru Vestmanneyringar
Við Björn maðurinn minn áttum ánægjulega daga í Eyjum í lok apríl. Eyjurnar, sem eiga sérstakan stað í hjarta mér, skörtuðu sínu fegursta, fólkið var bjartsýnt og ekki spillti fyrir að sjá Eyjastelpur spila á Hásteinsvelli. Á síðustu dögum hef ég fundið aukinn meðbyr úr öllum áttum og sérlega skemmtilegt að fá fjölmargar kveðjur og stuðningsyfirlýsingar frá Eyjamönnum.
�?g hef ekki farið leynt með að ég mun láta til mín taka á Bessastöðum, vinna fyrir fólkið í landinu, hvetja og opna tækifæri. �?g trúi á mátt áhrifavaldsins. �?ó forseti fari ekki með framkvæmdavald getur hann sannarlega haft áhrif. Talað fyrir jafnrétti og heiðarleika, lagt áherslu á að efla frumkvöðlastarf og nýsköpun, lagt áherslu á að hlustað sé á fólkið í landinu. �?g mun sem forseti leggja mig fram um að hafa jákvæð áhrif á samfélag, atvinnulíf, mannlíf og náttúru.
Framganga íslensku landsliðana í knattspyrnu síðustu daga og vikur hefur sýnt mér hversu auðvelt við Íslendingar eigum með að sýna samstöðu þegar við sameinumst um ákveðið markmið. �?g var afskaplega stolt af því að sjá stelpurnar okkar sigra 8-0 á Laugardalsvelli nú í byrjun júní. �?að var einstök upplifun að vera viðstödd eftirminnilegan opnunarleik strákanna okkar á EM í Frakklandi og að komast í úrslit er ævintýri líkast. Jákvæðni og samstaða íslenska stuðningsmannahópsins hefur vakið heimsathygli. �?etta getum við þegar við stöndum saman. �?g býð mig fram sem fyrirliða í því verkefni að sameina Íslendinga um uppbyggilega framtíðarsýn og leiða samtal byggt á jákvæðni og bjartsýni.
�?g hef menntun, reynslu og manngerð í starf forseta og er reiðubúin að bretta upp ermar og gera gagn. �?g hef mikla reynslu af því að leiða saman fólk og sætta sjónarmið og hef beitt mér fyrir samfélags og jafnréttismálum á alþjóðavettvangi með góðum árangri. �?g trúi á samtal og sættir til að leysa úr málum. �?g veit af reynslunni að átök og ágreiningur skila ekki árangri, en ég er með bein í nefinu og get tekið erfiðar ákvarðanir ef á þarf að halda.
Eyjamenn eru miklir keppnismenn, ég veit að þið viljið keppniskonu sem hefur sterkar taugar til Eyja á Bessastaði. �?g hvet ykkur kæru Eyjamenn til að kynna ykkur vel það sem frambjóðendur hafa fram að færa, mæta á kjörstað, nýta atkvæðisréttin og nota bæði hugvit og hjarta til að velja ykkar frambjóðanda.
HALLA T�?MASD�?TTIR �?? FORSETAFRAMBJ�?ÐANDI.