Halldór Páll Geirsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við ÍBV. Halldór Páll er ungur og efnilegur markmaður, fæddur árið 1994. Hann spilaði upp alla yngri flokka ÍBV ásamt því að standa í marki KFS í nokkrum leikjum frá árinu 2011 en hann spilaði allt síðasta sumar með KFS og stóð sig virkilega vel. Honum og Abel Dahira er ætlað að fylla markmannsstöðuna.
Halldór Páll sagði í samtali við Eyjafréttir að hann hlakkaði virkilega til að spila með ÍBV. ,,�?g er mjög spenntur fyrir tímabilinu og þetta verður bara skemmtilegt.” Aðspurður út í samkeppnina í markinu sagði Halldór Páll að öll samkeppni væri af því góða og það þyrfti alltaf að vera samkeppni til staðar svo leikmenn bæti sig.