„Við eigum Blika þarna í síðasta leik en maður hefur nú svo sem ekki mikinn áhuga á því að vera að gera Eyjamönnum einhvern greiða eftir framkomu stuðningsmanna þeirra í gær,“ segir Halldór Orri Björnsson sem var skotspónn nokkurra einstaklinga í áhorfendahópnum á Hásteinsvelli í leik ÍBV og Stjörnunnar í gær. Halldór kvartar líka yfir því að drukknum stuðningsmönnum ÍBV hafi verið hleypt að leikmönnum í sal þar sem leikmenn og forráðamenn beggja liða fengu sér að borða eftir leik. Viðtalið má lesa í heild sinni hér að neðan.