Hallgrímur Helgason, rithöfundur, kemur til Eyja í tengslum við safnahelgi og les upp úr nýjustu skáldsögu sinni í Surtseyjarstofu á laugardagskvöld. Konan við 1000° kom fyrst út á þýsku í tengslum við bókamessuna í Frankfurt þar sem Ísland var heiðursgestur og hefur fengið mikið lof gagnrýnenda. Hallgrímur hefur áður lesið í Vestmannaeyjum á Safnahelgi og er spenntur að koma aftur til Eyja.