�?g sé fyrir mér brosandi viðskiftavin að koma útúr kaffihúsinu í Boganum í Ísfélagshúsinu strjúkandi á sér mallann. �?g sé fyrir mér 15 til 20 sölubása sitt hvoru megin við Bogann þar sem seld eru listaverk,handverk og skartgripir sem framleiddir eru á efri hæðinni af listafólki sem þar hefur aðstöðu og getur framleitt sína list. �?g sé fyrir mér að það er vel hægt að gera Ísfélagshúsið upp og laga það, þetta er ekki eina húsið í heiminum sem ekki er �??hægt�?? að laga.
�?g sé fyrir mér flotta tengingu við Vigtartorgið og sölubásana og starfsemina þar. �?g sé fyrir mér fallegt og ný uppgert glæsilegt Ísfélagshús sem er bæjarprýði með sögu. �?g sé fyrir mér þetta svæði iðandi af mannlífi sem styður við það sem fyrir er. �?g sé líka fyrir mér að líklega verður mér ekki að ósk minni því líklega er �??búið�?? að taka ákvörðun um að rífa húsið. Nei, �??rífum�?? þetta fallega og sögufræga hús og eyðileggjum söguna okkar og notum fatlaða sem hækju til þeirrar framkvæmdar. Skammist ykkar.