Hamingjan og �?lfurinn á Háaloftinu í kvöld.
26. ágúst, 2015
Kraftmikið og hrífandi stefnumót við tvo heillandi og sanna karlmenn.
Jónas Sigurðsson tónlistarmaður, oft kenndur við Ritvélar framtíðarinnar og Héðinn Unnsteinsson höfundur bókarinnar �??Vertu �?lfur�?� ferðast nú um landið með dagskrá sem þeir kalla �??Hamingjan og �?lfurinn�?�. �?eir verða á Háaloftinu í kvöld klukkan. 20:00
Dagskráin er að hluta til tónlist og að hluta til töluð orð. Viðfangsefnið er lífið sjálft. �??Hvað er hamingjan? Hvað skiptir máli í því stutta ferðalagi sem lífið er? Héðinn fjallar í uppistandsformi um lífsreynslu sína, oflæti og hamskipti og leggur út af Lífsorðunum 14, einföldum kennisetningum sem hjálpa honum á degi hverjum. Jónas leikur nokkur af lögum sínum og ræðir jafnframt um það hvað liggur að baki þeirra.
Hamingjan og �?lfurinn hefur fengið mikið lof og frábærar viðtökur þar sem þeir hafa komið til þessa. Dagskrá þeirra hefur meðal annars verið lýst sem upplifun sem enginn má missa af; “óviðjafnanlega inspírerandi, kraftmiklu og hrífandi stefnumóti með tveimur einstaklega heillandi og sönnum karlmönnum�?�. Miðar eru seldir í forsölu á tix.is og við innganginn. Húsið opnar klukkan 19:30

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst