Það verður sannkölluð handboltaveisla í Eyjum í dag. Veislan hefst klukkan 11.30 þegar flautað verður til leiks ÍBV og Vals í Olísdeild kvenna. Liðin eru að mætast öðru sinni á tveimur dögum en í bikarleiknum í fyrradag höfðu Valsstúlkur betur. Það má því segja að ÍBV eigi harma að hefna í dag.
Í kjölfarið á kvennaleiknum verður svo bikarslagur hjá strákunum þegar Íslandsmeistarar FH koma í heimsókn. Sá leikur hefst klukkan 13.30 en þess má geta að hann verður í beinni á RÚV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst