Stjórn kjördæmisráðs Vinstri grænna í Suðurkjördæmi harmar úrsögn Atla Gíslasonar úr þingflokki VG og lýsir yfir vonbrigðum með að þingmaðurinn skuli ekki hafa rætt fyrirætlanir sínar við stofnanir og grasrót flokksins í kjördæminu. Þetta kemur fram í ályktun frá kjördæmisráði VG í Suðurkjördæmi.