Háskólakennsla og sjávarklasi í Vestmannaeyjum
15. apríl, 2015
Nú í hádeginu var haldinn 3000. fundur bæjarráðs Vestmannaeyjabæjar. Viðstaddir fundinn voru Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Undirrituðu þau ásamt Hildi Sólveigu Sigurðardóttur samkomulag um háskólakennslu á sviði hafsækinnar nýsköpunar í Vestmannaeyjum.
Samhliða því var undirritað samkomulag um stofnun stýrihóps sem vinnur að undirbúningi háskólanáms í Vestmannaeyjum. Einnig var undirritaður samningur þess efnis að þekkingarsetur Vestmannaeyja fái afnot af 2. hæð Fiskiðjunnar til starfsemi Sjávarklasa í Vestmannaeyjum.
Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmanneyjum segir þennan samning skipta miklu máli fyrir sjávarútvegstengdar greinar en heildarfjöldi háskólanemenda sem stunda nám í þeim greinum nái ekki þeim fjölda sem stundi nám á fyrsta ári í lögfræði eða sálfræði. �??�?essi samningur gerir Eyjamönnum kleift að taka þátt í þróun á þessu sviði og búa okkur undir framtíðina,�?? sagði Elliði.
Á myndinni eru Sigurður Ingi, Ragnheiður Elín, Illugi og Hildur Sólveig.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst