Háskólalestin í Eyjum
15. maí, 2014
Biophilia-tónvísindasmiðjur fyrir yngstu kynslóðina og lifandi og skemmtileg vísindaveisla fyrir alla fjölskylduna verður í boði þegar Háskólalest Háskóla Íslands heimsækir Vestmannaeyjar dagana 16. og 17. maí. Eyjar eru annar áfangastaður lestarinnar í maímánuði.
Háskólalestin fer nú í fjórða sinn um landið en hún fór í sínar fyrstu ferðir á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Í ferðum lestarinnar er lögð er áhersla á lifandi og skemmtilega vísindamiðlun til ungs fólks og litríka dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
Háskólalestin heimsótti Laugarvatn um síðustu helgi og var gríðarvel tekið, bæði í Bláskógaskóla, þar sem boðið var upp á námskeið úr Háskóla unga fólksins fyrir eldri bekkinga, og í vísindaveislu í Íþróttahúsinu á Laugarvatni. Um komandi helgi heimsækir lestin Vestmannaeyjar og líkt og í fyrri ferðum deilist dagskráin á tvo daga.
Föstudaginn 16. maí sækja nemendur í elstu bekkjum Grunnskóla Vestmannaeyja valin námskeið í Háskóla unga fólksins, en valið stendur á milli eðlisfræði, efnafræði, hugmyndasögu, japönsku, Legó-forritunar, stjörnufræði, skapandi stærðfræði og vísindaheimspeki. �?á verður enn fremur boðið upp á Biophilia-tónvísindasmiðjur fyrir leikskólabörn og börn í yngstu bekkjum grunnskólans. Vísindasmiðjurnar eru samstarfsverkefni Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar og hafa verið í þróun undanfarin ár. Í smiðjunum fá börnin tækifæri til þess að læra um tónlist og vísindi á nýstárlegan hátt í gegnum sköpun og með hjálp spjaldtölva.
Laugardaginn 17. maí verður svo slegið upp veglegri vísindaveislu í Höllinni í Vestmannaeyjum milli kl. 12 og 16. �?ar verða meðal annars magnaðar sýnitilraunir, japanskir búningar og skrautskrift, leikir og þrautir, legósmiðja og ýmis tæki og tól, furðuspeglar, mælingar og alls kyns óvæntar uppgötvanir. �?á taka fulltrúar Fab Lab smiðjunnar í Vestmannaeyjum og �?ekkingarseturs Vestmannaeyja þátt í veislunni.
Hið landsþekkta Sprengjugengi Háskóla Íslands verður einnig á staðnum og sýnir kl. 12.30 og 14.30 og sýningar verða í hinu sívinsæla stjörnutjaldi á 30 mínútna fresti frá kl. 12.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst