Nú í vor tók nýtt Háskólasetur til starfa á Suðurlandi. Setrið er hið áttunda í röðinni sem Háskóli Íslands stofnar á landsbyggðinni. Háskólasetur Suðurlands hefur tvær starfsstöðvar. Önnur er í húsnæði fyrrum leikskólans Glaðheima við Tryggvagötu á Selfossi þar sem háskólasetrið deilir húsnæði með Háskólafélagi Suðurlands og Fræðsluneti Suðurlands. Hin starfsstöðin er í höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst