Enn verður bið á því að kvennalið ÍBV í handbolta leiki sinn fyrsta leik á þessu tímabili en stelpurnar áttu að spila í dag kl. 13.00 gegn Haukum. Hafnafjarðarliðið hefur hins vegar gefið leikinn þar sem ekki voru til nógu margir leikmenn til að fylla leikmannahópinn. Einkennilegt hjá Haukum að skrá lið til leiks og eiga svo ekki leikmenn í liðið. En íþróttaáhugamenn í Eyjum geta fengið útrás á pöllunum í dag því ÍBV leikur sinn fyrsta leik í 2. deild í körfuknattleik klukkan 16.00 í dag.