Hefðbundinn �?jóðhátíðardagur - Páll Marvin flutti ræðu
26. júní, 2017
Hátíðarhöldin þjóðhátíðardagsins, 17. júní hófust með því að fjallkonan, Svanhildur Eiríksdóttir, flutti kvæði á Hraunbúðum og Jarl Sigurgeirsson tók lagið. Klukkan hálf tvö hófst skrúðganga frá Íþróttamiðstöð að Stakkagerðistúni þar sem hátíðardagskrá fór fram.
Nokkuð góð þátttaka var í skrúðgöngunni þar sem Lúðrasveitin lék og skátar báru fána. Veður var gott og var nokkur hópur samankominn á Stakkagerðistúni þar sem félagar í Leikfélaginu skemmtu gestum og Ingó Veðurguð hélt uppi fjöri fyrir fólk á öllum aldri.
Fjallkonan fékk sinn sess við hátíðarhöldin, hátíðarræðu hélt Páll Marvin Jónsson, formaður bæjarráðs og Kristmann �?ór Sigurjónsson flutti ávarp nýstúdents. Að því loknu sýndu svo fimleikakrakkar í Rán listir sínar.
Páll Marvin Jónsson, formaður bæjarráðs flutti hátíðarræðu:
�??�?ann 17. júní 1944 var lýðveldi okkar Íslendinga stofnað við hátíðlega athöfn á �?ingvöllum. �?etta voru í raun endalok frelsisbaráttu okkar Íslendinga. �?að er engin tilviljun að dagsetningin er fæðingardagur Jóns Sigurðssonar en hann átti stóran þátt í endurreisn alþingis árið 1845 og margir telja að hin eiginlega frelsisbarátta hafi byrjaði með ritgerð Jóns �??Hugvekja til Íslendinga�?? sem birtist í Nýjum félagsritum árið 1848. Hugvekja til Íslendinga var einskonar stefnuskrá frelsisbaráttunnar þar sem Jón sýnir fram á hvernig Danakonungur hafði tekið sér völd á Íslandi og skammtað réttindum, frelsi og menntun til manna eftir hentugleika konungs,�?? sagði Páll Marvin Jónsson, formaður bæjarráðs í hátíðarræðu sinni á Stakkagerðistúni á �?jóðhátíðardaginn 17. júní.
�??�?rátt fyrir að Jón Sigurðsson hafi líklega ekki séð fyrir lýðveldið Ísland þegar hann skrifaði Hugvekju til Íslendinga þá kom skýrt fram í skrifum hans að sjálfstæði Íslendinga var forsenda þess að þjóðin dafnaði.
En hann skrifar �??Vér elskum Ísland enn meira en Danmörk, vér séum ekki Danir og getum ekki verið það�??.
�?jóðfundurinn 1851 var síðan einn afdrifaríkasti atburður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga en þar var gerð tilraun til að innlima Ísland að fullu í Danmörku. Menn hliðhollir konungi fundu fyrir mikilli andstöðu á fundinum og ákváðu þá að slíta honum í þeim tilgangi að verða ekki undir. �?á risu Íslendingarnir úr sætum og Jón Sigurðsson fór með hin fleygu orð, �??Vér mótmælum allir�??.
Við fengum stjórnarskrána 1874 og fyrsta heimastjórnin var skipuð 1904. �?ann 30. nóvember 1918 lýsti síðan Kristján 10. konungur Danmerkur því yfir að Danmörk og Ísland væru tvö frjáls og fullvalda ríki. �?ann merkisdag urðu Íslendingar fullvalda ríki.
Frelsisbaráttan snerist ekki bara um sjálfstæði frá Dönum heldur einnig um það að sætta ólík sjónarmið. �?rátt fyrir að íslenska þjóðin hafi verið vel afmörkuð, bæði menningarlega og landfræðilega, var hún ekki alltaf samstíga enda fóru hagsmunir hinna ólíku stétta ekki alltaf saman.
�?rátt fyrir að vera fullvalda ríki var danski konungurinn enn þjóðhöfðingi okkar Íslendinga. Við áttum okkar stjórnarskrá og okkar heimastjórn en utanríkismál, landhelgismál og æðsta dómsvald var enn í höndum Dana.
Frelsi felst í frjálsum mönnum
Líkt og Benjamin Franklin hafði á orði í frelsisbaráttu Bandaríkjanna, í lauslegri þýðingu: �??Frelsi felst ekki í frjálsri stjórnarskrá heldur frjálsum mönnum.�??
Ljóst er að Íslendingar gátu ekki orðið frjálsir fyrr en við stofnun lýðveldisins þann 17. júní 1944 eða þegar pólitískir valdastrengir Dana voru skornir og örlög íslensku þjóðarinnar voru að fullu í höndum frjálsra Íslendinga.
Árið er 2017 og staða íslensku þjóðarinnar gjörbreytt frá því er við hófum frelsisbaráttuna. Í dag erum við rík þjóð sem hugsar vel um þegna sína og hefur margt fram að færa á alþjóðlegum vettvangi. Við erum ekki �??hjálenda�?? Danakonungs, við erum sannarlega þjóð á meðal þjóða.
Fögnum
Við fögnum nú þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga en samtímis fögnum við því samfélagi sem forfeður okkar hafa skapað okkur. Metnaðarfullu samfélagi sem einkennist af dugnaði, kærleika og umhyggju fyrir náunganum og samfélagi án stríða og hryðjuverka. �?g held að okkur Íslendingum hætti til að gleyma hve langt við erum komin á stuttum tíma.
Við erum jú eitt af yngri lýðveldunum í hinum vestræna heimi og frá árinu 1944 höfum við risið úr fátækt og fáfræði í vel menntað og auðugt þjóðfélag. Við megum þó ekki sofna á verðinum, við þurfum að halda áfram að leita leiða til að bæta lífsgæði okkar sem hér búum, gera góða heilbrigðisþjónustu betri og halda áfram að bæta menntun barna okkar. Búa í haginn fyrir komandi kynslóðir.
Viljum koma að ákvörðunartöku sem skipta okkur máli
Samfélagið okkar, Vestmannaeyjar, er hér engin undantekning. Staða sjávarútvegsins hefur sjaldan verið sterkari, byggingarframkvæmdir hafa líklega aldrei verið fleiri og ferðaþjónustan hefur vaxið hratt á undanförnum árum. Verkefni sveitarfélagsins eru mörg, má þar nefna uppbyggingu á stoðþjónustu fyrir fatlaða, byggingu á nýju sambýli og byggingu á þjónustu-íbúðum fyrir aldraða.
Segja má að við sveitarstjórnarmenn í Vestmannaeyjum séum að sumu leyti í ekki ólíkri stöðu og Jón Sigurðsson þegar hann barðist fyrir sjálfstjórnarrétti okkar Íslendinga. Við erum þó ekki að krefjast sjálfstæðis líkt og Jón en við erum í stöðugri hagsmunagæslu gagnvart íslenska ríkinu. Við viljum hafa áhrif á framtíð Eyjanna, við viljum koma að ákvörðunartöku varðandi samgöngur, heilbrigðisþjónustu, löggæslu og menntun.
Við líkt og �?jóðfundurinn 1851 �??mótmælum öll�?? því að í Vestmannaeyjum sé ekki fæðingarþjónusta, að ferjuleiðin milli lands og eyja sé ekki skilgreind sem þjóðvegur og að veiðigjöld og önnur opinber skattlagning skuli að mjög svo takmörkuðu leyti nýtast til uppbyggingar á opinberri þjónustu hér í Eyjum.
En forsenda þess að ná árangri er að okkur takist að sameina sjónarmið hér heima og að við rísum sameiginlega úr sætum til að mótmæla öllu óréttlæti gegn okkur,�?? sagði Páll að endingu og óskaði öllum Eyjamönnum og öllum Íslendingum gleðilegrar hátíðar.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.