Í síðustu viku lagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fram fyrirspurn til innanríkisráðherra, �?lafar Nordal um rekstur Herjólfs. Hvort afkoman hafi batnað með lægra olíuverði og ef svo sé hvort hægt sé að lækka fargjöld og farmgjöld. Spurningarnar eru fimm og er sú fyrsta hver voru árleg framlög ríkissjóðs árin 2013 til 2015 til reksturs ferjunnar Herjólfs? Númer tvo, hver var árleg rekstrarafkoma, hagnaður/tap, Herjólfs á sama tímabili? �?riðja, hvernig hefur gjaldskrá fargjalda og farmflutninga breyst á árunum 2013 til 2015? Fjórða, hefur lækkun olíuverðs skilað sér í bættri afkomu í rekstri Herjólfs? Fimmta, hefur afkoma útgerðar Herjólfs batnað á umræddu tímabili? Ef svo er, er óskað upplýsinga um hvernig ráðherra hafi tryggt þeim sem nýta sér þjónustu Herjólfs lægri fargjöld og farmgjöld.
Ásmundur óskar eftir skriflegu svari.