Íslenska landsliðið í knattspyrnu vann þann afrek nú um helgina að komast í fyrsta sinn inn á Evrópumótið í knattspyrnu sem haldið verður í Frakklandi á næsta ári. Fyrst með sigri á Hollendingum úti í Amsterdam á fimmtudag og síðan með jafntefli gegn Kazakstan á Laugardalsvelli á sunnudag. Líklega hefur íslenska þjóðin sjaldan eða aldrei fagnað nokkru íþróttaafreki jafn innilega og þessu. �?essi árangur getur líka haft mun víðtækari þýðingu en bara að fleyta landsliðinu inn á EM og Eyjafréttir lögðu þessa spurningu fyrir landsliðsþjálfarann:
Hvaða þýðingu hefur það að komast í lokakeppni Evrópumóts fyrir íslenskan fótbolta og íþróttafélögin í landinu, til að mynda ÍBV?
�??�?essi árangur hefur mikla þýðingu fyrir knattspyrnuna í landinu.
Í fyrsta lagi sálfræðilega.
�?egar eitthvað gerist í fyrsta sinn, þá vaknar trúin á að það geti gerst aftur. �?að hefur ákveðin mýta verið ríkjandi í sambandi við þátttöku okkar í íþróttum á alþjóðavísu, við séum of fámenn til að geta náð árangri. Nú er búið að brjóta niður þessa mýtu og hið gagnstæða hefur komið í ljós,�?? segir Heimir.
�??�?etta gefur okkur mikið; ekki bara landsliðinu og okkur sem að því stöndum. �?etta er sálfræðilega hvetjandi fyrir alla sem standa að knattspyrnunni á Íslandi að gera enn betur og hefur þó margt verið virkilega vel gert. �?að er er öll grasrótin, litlu félögin úti á landi sem og stóru klúbbarnir sem hafa framleitt þessa leikmenn. Í dag eiga allir knattspyrnuþjálfarar að vera stoltir því þetta er afrakstur vinnunar þeirra. �?r þeirri grasrót er þetta landslið komið. Allir leikmenn landsliðsins hafa íslenskt uppunavottorð og líklega er þetta hreinræktaðasta landslið í heimi.�??
Enn meira í sálfræðinni því svona árangur eykur sjálfstraust, hvetur menn til dáða að ná enn lengra. �?etta landslið hefur fundið rútínu sem virkar; sigurhefð og rútína sem allir hafa trú á.
Verðgildi íslenskra knattspyrnumanna mun hækka
Heimir segir líka að fjárhagslega sé þetta mjög gott fyrir knattspyrnuna. �??KSÍ er ekki ríkt samband en nú opnast nýir möguleikar til að geta gert betur en verið hefur.
�?egar Ísland leikur í lokakeppninni í Frakklandi næsta sumar mun það vekja mikla athygli á íslenskri knattspyrnu. Að sjálfsögðu mun mesta athyglin verða á þeim sem spila fyrir Ísland en einnig mun þetta gengishækka allan íslenskan fótbolta. �?etta ætti að koma ÍBV og öðrum knattspyrnufélögum til góða.
�?að er staðreynd að þegar íslensku strákarnir fara til útlanda, þá hafa félögin þeirra á Íslandi fengið smáaura fyrir þá. Svo, eftir að hafa spilað eitt ár í Noregi eða annars staðar, þá fæst margföld sú upphæð fyrir þá. �?g býst fastlega við að þetta muni breytast núna. �?essi árangur okkar er ekki einungis bundinn við að hafa komið landsliðinu í hóp þeirra bestu, þetta á eftir að koma íslenskri knattspyrnu í heild til góða og það held ég að sé mesti sigurinn,�?? sagði Heimir Hallgrímsson.
Nánara spjall við Heimi og eyjamenninna í landsliðsteyminu í nýjasta tölublaði Eyjafrétta