�??�?g hef tekið á móti um þúsund börnum frá því ég hóf störf sem ljósmóðir árið 1979,�?? sagði Drífa Björnsdóttir ljósmóðir í Vestmannaeyjum í samtali við Eyjafréttir í vikunni. Blaðamaður ákvað að heyra í henni í ljósi umræðna um stöðu ljósmæðra á Íslandi og kjarabaráttu þeirra.
Drífa segir baráttu ljósmæðra fyrir bættum launakjörum hafa verið eins og langa meðgöngu og fæðingin enn ekki yfirstaðin. Ljósmæðrastéttin er kvennastétt sem, eins og fleiri slíkar, hefur þurft að berjast af alefli fyrir sanngjörnum launum, en kjarabarátta ljósmæðra snýst um að gunnlaunin hækki. Sýnt hefur verið fram á að hjúkrunarfræðingur sem leggur á sig tveggja ára viðbótarnám til þess að verða ljósmóðir lækkar í launum þegar hún fer og starfar sem slík.
Aðspurð hvort og hvernig kjarabaráttan komi við ljósmæður eins og þær sem eru á landsbyggðinni eða t.d í Vestmannaeyjum segir hún að það sé hver og ein ljósmóðir sem taki ákvörðun um að segja upp, en ekki sé um hópuppsagnir að ræða. �??Aðal þunginn leggst á Kvennadeild landspítalans þar sem flestar ljósmæður vinna, en auðvitað er félagið allt í baráttunni og hafa þær allan minn stuðning,�?? segir Drífa. �??�?að er mjög mikill dugur í þessum ungu ljósmæðrum og þær eru bara búnar að fá nóg. Í dag vill fólk eiga meiri tíma með fjölskyldunni og ekki vinna endalausar vaktir til að fá sanngjörn laun.
Fæðingarþjónustan verður aldrei eins og hún var
Á landspítalanum er staðan mjög slæm, mikil mannekla og gríðarlegt álag,�?? og telur Drífa að aukið álag hafi að stórum hluta skapast vegna breyttrar stöðu fæðingarþjónustu á landsbyggðinni. Ráðamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að of dýrt sé að reka heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni í þeirri mynd sem áður var og kveðst Drífa ekki reikna með að neinar breytingar verði þar á. �??�?g tel að fæðingarþjónustan hjá okkur verði aldrei eins og hún var. �?að er sorgleg staða sem komin er upp, að flestar konur af landsbyggðinni skuli eiga að fæða í Reykjavík eða á Akureyri vegna þess að hættulegt sé að fæða annarsstaðar,�?? sagði Drífa. Kona sem hefur enga áhættuþætti á að hafa möguleika á að fæða í sinni heimabyggð, �??með þeim fyrirvara að aðstæður séu alltaf metnar í hverju tilfelli þ.e. árstími og veðurfar sem geta að sjálfsögðu haft áhrif á ákvarðanatökur og langar mig til að hvetja konur til umhugsunar. En því miður er staðan svona í dag,�?? sagði Drífa Björnsdóttir ljósmóðir.